Kosningarnar gætu orðið sögulegar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 14:45 Emmanuel Macron forseti Frakklands hitti kjósendur fyrir utan kjörstað í París í dag. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku.
Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21