Kosningarnar gætu orðið sögulegar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 14:45 Emmanuel Macron forseti Frakklands hitti kjósendur fyrir utan kjörstað í París í dag. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku.
Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“