Mikil spenna var fyrir leikinn þar sem Úkraína vann Finnland fyrr í dag og hirti annað sætið af Íslandi. Því var ljóst að Ísland þyrfti nauðsynlega á sigri að halda til að komast aftur upp fyrir ofan Úkraínu, með sigri gat Ísland einnig jafnað Króatíu að stigum á toppi riðilsins.
Jafnræði var með liðunum og fá skot litu dagsins ljós, það var ekki fyrr en á 90 mínútu sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði með öxlinni framhjá markverði Króata og kom Íslendingum í 1-0. Íslendingar héldu það út og brutustu út mikil fagnaðarlæti í Laugardalnum og eflaust víða eftir að dómari leiksins flautaði leikinn af.
Nú er Ísland með jafnmörg stig og Króatía á toppi riðilsins þegar fjórir leikir eru eftir. Því var hér um gríðarlega mikilvægan sigur að ræða þar sem tap hefði sökkt okkur í fjórða sæti riðilsins. Kári Árnason var brattur eftir leik og talaði um leikinn sem einn sá besta sem Íslenskt landslið hefði unnið.
Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr leiknum.







