Íslands- og bikarmeistarar KR ætla að taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup næsta haust.
Fyrstu leikir verða heima og að heiman 27. september og 4. október en dregið verður í riðla þann 4. júlí næstkomandi.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem íslenskt félagslið tekur þátt í Evrópukeppni. Þá spiluðu KR-ingar við Banvit frá Tyrklandi.
KR hefur verið sterkasta lið landsins undanfarin ár. KR-ingar hafa orðið Íslands- og deildarmeistarar fjögur ár í röð og bikarmeistarar undanfarin tvö ár.
KR-ingar fara í Evrópukeppni í fyrsta sinn í níu ár
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



