Valur mun fá mikinn liðsstyrk er félagaskiptaglugginn opnar aftur um miðjan júlí.
Samkvæmt Stavanger Aftenblad þá hefur Valur náð samkomulagi við Viking um kaupverð á danska framherjanum Patrick Pedersen.
Pedersen lék síðast með Val árið 2015 er hann varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Þarf því ekkert að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir Valsmenn.
Það var mikið rætt um að Pedersen væri á leið til Vals í maí en þá gengu hlutirnir ekki upp. Nú hafa liðin aftur á móti náð saman.
Pedersen hefur ekki fundið í búningi Viking og því var félagið til í að selja. Pedersen skoraði fimm mörk í 28 leikjum í fyrra og er búinn að skora eitt mark í fimm leikjum í ár.
Valur búinn að kaupa Pedersen frá Viking
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn