Útlit fyrir regnhlífaveður á 17. júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 13:00 Rigning er í kortunum á 17. júní á laugardaginn. Vísir/Daníel Útlit er fyrir einhverja rigningu á öllu landinu á þjóðhátíðardaginn sem haldinn verður hátíðlegur næstkomandi laugardag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur gesti hátíðahalda á 17. júní til að hafa regnhlífar meðferðis en vel mun viðra til þess. Gestir tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice geta því einnig átt von á nokkurri vætu. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að von sé á nokkurri rigningu um allt land á þjóðhátíðardaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem hyggja á hátíðahöld niðri í miðborg á laugardaginn, eru því hvattir til þess að hafa með sér regnhlífar. „Það er hægur vindur, suðlæg átt, og rigning með köflum. Ég held þetta gæti orðið ágætis veður fyrir regnhlífar,“ segir Árni. Rigningin verður þyngst sunnan og vestan lands en íbúar annarra landshluta gætu átt von á henni með kvöldinu. Þá verður hiti um og yfir 10 gráður á öllu landinu.Von á ágætu, en mögulega blautu, veðri á Secret Solstice Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Áætlað er að allt að 20.000 manns láti sjá sig á hátíðinni í Laugardalnum. Árni sér fram á að veður haldist að mestu leyti óbreytt allra næstu daga á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður ágætis veður á fimmtudag, nokkuð svipað og er akkúrat núna, en svo verður rigning með köflum um helgina.“ Það má því gera ráð fyrir að gestir Secret Solstice sjái hag sinn í því að klæða sig í regnjakka áður en haldið er á hátíðina á laugardag og sunnudag. Secret Solstice Veður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Útlit er fyrir einhverja rigningu á öllu landinu á þjóðhátíðardaginn sem haldinn verður hátíðlegur næstkomandi laugardag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur gesti hátíðahalda á 17. júní til að hafa regnhlífar meðferðis en vel mun viðra til þess. Gestir tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice geta því einnig átt von á nokkurri vætu. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að von sé á nokkurri rigningu um allt land á þjóðhátíðardaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem hyggja á hátíðahöld niðri í miðborg á laugardaginn, eru því hvattir til þess að hafa með sér regnhlífar. „Það er hægur vindur, suðlæg átt, og rigning með köflum. Ég held þetta gæti orðið ágætis veður fyrir regnhlífar,“ segir Árni. Rigningin verður þyngst sunnan og vestan lands en íbúar annarra landshluta gætu átt von á henni með kvöldinu. Þá verður hiti um og yfir 10 gráður á öllu landinu.Von á ágætu, en mögulega blautu, veðri á Secret Solstice Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Áætlað er að allt að 20.000 manns láti sjá sig á hátíðinni í Laugardalnum. Árni sér fram á að veður haldist að mestu leyti óbreytt allra næstu daga á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður ágætis veður á fimmtudag, nokkuð svipað og er akkúrat núna, en svo verður rigning með köflum um helgina.“ Það má því gera ráð fyrir að gestir Secret Solstice sjái hag sinn í því að klæða sig í regnjakka áður en haldið er á hátíðina á laugardag og sunnudag.
Secret Solstice Veður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira