Hefðu líklega aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 08:00 Jakob Frímann og Printz Board munu halda uppi stuðinu ásamt fleirum á Secret Solstice í kvöld. VÍSIR/ANTON BRINK Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“ Secret Solstice Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“
Secret Solstice Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög