Kerti sem koma skilaboðum til skila Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:00 Núna er hægt að koma út úr skápnum með því að kveikja á kerti. Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira