Angurvær e-moll hljómur ómar um sýningarsalinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 13:00 Pallíettustúlka. Sex stúlkur munu skiptast á um hlutverkið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í sumar. Nú er komið að öðrum gjörningi af þremur á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hann nefnist Kona í e-moll og stendur frá 17. júní til 3. september í Hafnarhúsi. Gjörningurinn felst í því að í miðjum hring úr gylltum strimlum stendur kona í pallíettukjól eins og lifandi stytta á snúningspalli. Hún er með Fender-rafmagnsgítar um öxl, tengdan magnara, og þegar hún slær á strengina ómar e-moll hljómur um sýningarsalinn. Hljómurinn er sígild undirstaða dægurtónlistar enda liggur hann fyrirhafnarlítið í grunnstillingu hljóðfærisins. Hann er angurvær en um leið ágengur, einkum þar sem hann er endurtekinn í sífellu án tilbrigða. „Það verða sex konur sem skipta þessu hlutverki með sér. Þær munu þurfa að taka á þolinmæðinni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafnsins. Gjörningurinn fór upphaflega fram í samtímalistasafni Detroit-borgar, MOCAD. Þar kallaðist verkið á við þá staðreynd að í borginni spruttu á sínum tíma fram margar afgerandi tónlistarstefnur 20. aldarinnar. Aðgöngumiði á safnið gildir á gjörninginn en frítt er fyrir handhafa árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nú er komið að öðrum gjörningi af þremur á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hann nefnist Kona í e-moll og stendur frá 17. júní til 3. september í Hafnarhúsi. Gjörningurinn felst í því að í miðjum hring úr gylltum strimlum stendur kona í pallíettukjól eins og lifandi stytta á snúningspalli. Hún er með Fender-rafmagnsgítar um öxl, tengdan magnara, og þegar hún slær á strengina ómar e-moll hljómur um sýningarsalinn. Hljómurinn er sígild undirstaða dægurtónlistar enda liggur hann fyrirhafnarlítið í grunnstillingu hljóðfærisins. Hann er angurvær en um leið ágengur, einkum þar sem hann er endurtekinn í sífellu án tilbrigða. „Það verða sex konur sem skipta þessu hlutverki með sér. Þær munu þurfa að taka á þolinmæðinni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafnsins. Gjörningurinn fór upphaflega fram í samtímalistasafni Detroit-borgar, MOCAD. Þar kallaðist verkið á við þá staðreynd að í borginni spruttu á sínum tíma fram margar afgerandi tónlistarstefnur 20. aldarinnar. Aðgöngumiði á safnið gildir á gjörninginn en frítt er fyrir handhafa árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira