Kaupfélag Þingeyinga Jón Sigurðsson skrifar 15. júní 2017 09:30 Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar