Kaupfélag Þingeyinga Jón Sigurðsson skrifar 15. júní 2017 09:30 Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun