Salsalæknirinn selur Sigvaldahúsið við Kleifarveg Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2017 13:30 Órúlega fallegt hús. Fasteignasalan Eignamiðlun er með einstaklega glæsilegt einbýlishús til sölu við Kleifarveg 12. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og stendur á fallegum útsýnisstað ofan við Laugardalinn. Eignin skiptist í raun í tvennt en séríbúð er á 1.hæð hússins með sérfastanúmer og er hún 135 fermetrar. Efri hæðir og bílskúr eru um 260 fermetrar og er ástandið á eigninni mjög gott. Fjörutíu fermetra svalir sem snúa til suðurs og vesturs eru við húsið og eru þær ótrúlega fallegar og rúmgóðar. Húsið er nýviðgert en eigendur þess eru þau Páll Torfi Önundarson læknir og Kristín Hanna Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur. Páll Torfi hefur í gegnum tíðina starfað töluvert í tónlist og er listamannanafnið hans Dr. Blood en hann elskar salsa. Hann tók til að mynda þátt í forkeppni Eurovision árið 2003 með laginu Ferrari sem Ragnheiður Gröndal söng frábærlega. Fjallað er um tónlistaráhuga Páls í Læknablaðinu og er hann þar spurður út í salsa áhugann og þar svarar hann; „En skyldi vera gott fyrir blóðmeinafræðinginn að hafa smá salsa í blóðinu? Gefum Páli Torfa orðið: Ég hef raunar alltaf haldið því fram að blóðmeinafræðingurinn hafi orðið til löngu á eftir tónlistarmanninum Páli Torfa. Spurningin er kannski fremur sú hvort það sé gott fyrir einhvern, sem hefur áhuga á salsa, að verða læknir og blóðmeinafræðingur? Mér finnst það fara afskaplega vel saman - hóflega þó.“Húsið er um fjögur hundruð fermetrar og var það byggt árið 1958. Fasteignamatið er um 77 milljónir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni er beðið eftir tilboði í eignina. Hér að neðan má sjá nokkrar fallegar myndir frá Kleifarveginum. Bardagakappinn Gunnar Nelson býr einnig við Kleifarveg og því er nágrannavarslan í toppmálum. Fallegt hús.Svalirnar voru áður garðstofa en núna fær rýmið að njóta sín betur.Baðherbergin eru fjögur talsins.Flygillinn er töluvert notaður á þessu heimili.Hér má sjá gítarsafn Páls en hann hefur nú tekið ófá salsalögin á þessa.Falleg sauna er í húsinu.Smekklegt svefnherbergi. Hús og heimili Tengdar fréttir 100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa Gunnar Nelson og hans heittelskaða, Auður Ómarsdóttir, hafa augastað á 358 fermetra eign við Kleifarveg sem metin er á tæpar 95 milljónir. 1. desember 2014 14:00 Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Fasteignasalan Eignamiðlun er með einstaklega glæsilegt einbýlishús til sölu við Kleifarveg 12. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og stendur á fallegum útsýnisstað ofan við Laugardalinn. Eignin skiptist í raun í tvennt en séríbúð er á 1.hæð hússins með sérfastanúmer og er hún 135 fermetrar. Efri hæðir og bílskúr eru um 260 fermetrar og er ástandið á eigninni mjög gott. Fjörutíu fermetra svalir sem snúa til suðurs og vesturs eru við húsið og eru þær ótrúlega fallegar og rúmgóðar. Húsið er nýviðgert en eigendur þess eru þau Páll Torfi Önundarson læknir og Kristín Hanna Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur. Páll Torfi hefur í gegnum tíðina starfað töluvert í tónlist og er listamannanafnið hans Dr. Blood en hann elskar salsa. Hann tók til að mynda þátt í forkeppni Eurovision árið 2003 með laginu Ferrari sem Ragnheiður Gröndal söng frábærlega. Fjallað er um tónlistaráhuga Páls í Læknablaðinu og er hann þar spurður út í salsa áhugann og þar svarar hann; „En skyldi vera gott fyrir blóðmeinafræðinginn að hafa smá salsa í blóðinu? Gefum Páli Torfa orðið: Ég hef raunar alltaf haldið því fram að blóðmeinafræðingurinn hafi orðið til löngu á eftir tónlistarmanninum Páli Torfa. Spurningin er kannski fremur sú hvort það sé gott fyrir einhvern, sem hefur áhuga á salsa, að verða læknir og blóðmeinafræðingur? Mér finnst það fara afskaplega vel saman - hóflega þó.“Húsið er um fjögur hundruð fermetrar og var það byggt árið 1958. Fasteignamatið er um 77 milljónir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni er beðið eftir tilboði í eignina. Hér að neðan má sjá nokkrar fallegar myndir frá Kleifarveginum. Bardagakappinn Gunnar Nelson býr einnig við Kleifarveg og því er nágrannavarslan í toppmálum. Fallegt hús.Svalirnar voru áður garðstofa en núna fær rýmið að njóta sín betur.Baðherbergin eru fjögur talsins.Flygillinn er töluvert notaður á þessu heimili.Hér má sjá gítarsafn Páls en hann hefur nú tekið ófá salsalögin á þessa.Falleg sauna er í húsinu.Smekklegt svefnherbergi.
Hús og heimili Tengdar fréttir 100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa Gunnar Nelson og hans heittelskaða, Auður Ómarsdóttir, hafa augastað á 358 fermetra eign við Kleifarveg sem metin er á tæpar 95 milljónir. 1. desember 2014 14:00 Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa Gunnar Nelson og hans heittelskaða, Auður Ómarsdóttir, hafa augastað á 358 fermetra eign við Kleifarveg sem metin er á tæpar 95 milljónir. 1. desember 2014 14:00
Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45