Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári.
Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning.
Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.
Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður.Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann.
Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður.
Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.
Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.
Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB
— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017