Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 00:04 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Róberti vísir/gva Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“ Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut þriggja ára dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. Hann fékk í dag lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar en í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir að tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Nína segir að forseti Íslands hafi brugðist henni. Nína Rún, sem er 26 ára í dag, ritar færslu á Facebook-síðu sína í kvöld en hún var á 15. ári þegar Robert braut gegn henni. Þau töluðu saman á netinu og hittust tvisvar sinnum. Í færslu sinni segist Nína hafa grátið þegar hún las fréttir af því í dag að Robert væri kominn með lögmannsréttindi á ný og í samtali við Vísi segir hún að sér hafi verið mjög brugðið. „Ég hreinlega trúði þessu ekki og varð mjög reið og leið. Ég grét og varð nánast dofin. Ég er ennþá í smá sjokki en allur stuðningurinn sem ég hef fengið eftir að ég setti færsluna inn er ómetanlegur. Svo á ég líka æðislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér,“ segir Nína Rún.Nína Rún Bergsdóttir.Spyr hvaða rök liggja að baki ákvörðun forsetans Á Facebook segir Nína Rún að íslenska réttarkerfið hafi brugðist henni. „Forseti Íslands hefur brugðist mér. Ég hef þurft að lifa Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um. Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt/horft á ákveðnar myndir/farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér útaf þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því..? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“ segir Nína Rún í færslunni. Þá beinir hún spurningu til forseta Íslands í samtali við Vísi: „Hvaða rök liggja að baki uppreist æru Róberts Árna? Hann hefur aldrei iðrast né lofað betrun, heldur lætur hann eins og fórnarlamb.“
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 „Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15. júní 2017 22:00