Þurfum að nýta heimavöllinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og Aron Pálmarsson liðka sig á æfingunni í Laugardalshöllinni í gær. vísir/anton Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira