Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 20:15 Íslensku strákarnir fagna í leikslok. vísir/anton Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
EM 2018 í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira