Ómar Ingi: Þurfum að laga smáatriðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2017 15:00 Ómar Ingi hefur sig til flugs á æfingu landsliðsins. vísir/ernir Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00
Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00
Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39