Geir: Það er kominn betri bragur á liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 21:06 Geir fylgist með af hliðarlínunni. vísir/anton „Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15