Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2017 09:48 Vísindamenn segja að sprungan í Larsen C-íshellunni hafi stækkað gríðarlega á skömmum tíma. Vísir/EPA Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00