Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 14:09 Gunnar Páll og gíraffinn í garðinum. „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“ Costco Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“
Costco Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira