Lög brotin í meðferð Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 6. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent