Díana er tuttugu og tveggja ára örvhent skytta og kemur frá Fjölni þar sem hún hefur spilað síðastliðin tvö tímabil.
Díana skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV á 900 Grillhús í Vestmannaeyjum í gær.
Fjölnir spilar í Olís-deild kvenna á næsta tímabili en Grafarvogsliðið verður að gera það án sín markahæsta leikmanns. Díana skoraði 191 mark í 21 leik með Fjölni í 1. deildinni í vetur eða 9,1 mark að meðaltali í leik.
Tímabilið á undan lék Díana Kristín með Fjölni í Olís-deildinni og skoraði þá 202 mörk í 25 leik eða 8,1 mark að meðaltali í leik. Díana skoraði þá meðal annars 14 mörk þegar Fjölnir mætti ÍBV út í Eyjum og Eyjamenn vita því að þeir eru að fá frábæran leikmann.
„Það voru mörg lið á eftir henni og því er Það mikið gleðiefni fyrir félagið að hafa tryggt sér krafta markamaskínunnar og vonum við svo sannarlega að hún muni njóta sín í nýju liði,“ segir í frétt um félagsskiptin á heimasíðu ÍBV.