„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2017 20:15 Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni