„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2017 20:15 Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00