Rúmur milljarður á hvern kílómetra Borgarlínunnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:45 Hér má sjá dæmi um gatnaskipulag Borgarlínunar. SSH Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06
Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00