Aðhald eða einkafjármagn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2017 07:00 Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa farið fram hjá mörgum að bæði Vinstri græn og Samfylking gerðu tillögur um úrbætur á fjármálaáætluninni. Raunar stóð stjórnarandstaðan samhent að tillögu um að áætluninni yrði vísað aftur til ráðherra sem mundi vinna hana betur. Tillögur okkar í Vinstri grænum gengu út á það að stækka rammana; að auka bæði við tekjur og útgjöld ríkisins. Það kom nefnilega nokkuð á óvart að Viðreisn, sem kenndi sig við kerfisbreytingar, og Björt framtíð, sem kenndi sig við baráttu gegn fúski, skyldu gera það að sínu helsta baráttumáli að standa vörð um skattkerfið sem Bjarni Benediktsson kom á í tíð sinni sem fjármálaráðherra og fjármálaáætlun sem var svo mikið fúsk að fjármálaráð gaf henni falleinkunn. Sýn ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin er aðhald og hlutfallslegur samdráttur í samneyslunni þar sem öll útgjöld verða að rúmast innan hagsveiflunnar. Í staðinn fyrir að standa með þeirri stefnu, hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hins vegar beitt talnaleikfimi til að fegra stöðuna. Vinstri græn telja hins vegar rétt að auka við samneysluna. Við viljum fara í þá uppbyggingu innviða sem allir voru sammála um fyrir kosningar og við erum óhrædd við að tala fyrir auknum tekjum ríkisins. Við viljum hins vegar beita skattkerfinu sem jöfnunartæki, þannig að þau sem best hafi það leggi meira til samfélagsins. Því miður varð aðhaldskrafa hægri aflanna ofan á, en þó læðist að manni sá grunur að ríkisstjórnin muni ekki þora annað en að fara í uppbyggingu. Það fé mun hins vegar koma frá einkaaðilum, þar sem fjármálaáætlunin setur útgjöldum ríkisins skýran ramma. Og þá munu stjórnarliðar fara í rökleikfimi við að útskýra að það sé nú ekki einkavæðing. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum. Það virðist raunar hafa farið fram hjá mörgum að bæði Vinstri græn og Samfylking gerðu tillögur um úrbætur á fjármálaáætluninni. Raunar stóð stjórnarandstaðan samhent að tillögu um að áætluninni yrði vísað aftur til ráðherra sem mundi vinna hana betur. Tillögur okkar í Vinstri grænum gengu út á það að stækka rammana; að auka bæði við tekjur og útgjöld ríkisins. Það kom nefnilega nokkuð á óvart að Viðreisn, sem kenndi sig við kerfisbreytingar, og Björt framtíð, sem kenndi sig við baráttu gegn fúski, skyldu gera það að sínu helsta baráttumáli að standa vörð um skattkerfið sem Bjarni Benediktsson kom á í tíð sinni sem fjármálaráðherra og fjármálaáætlun sem var svo mikið fúsk að fjármálaráð gaf henni falleinkunn. Sýn ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin er aðhald og hlutfallslegur samdráttur í samneyslunni þar sem öll útgjöld verða að rúmast innan hagsveiflunnar. Í staðinn fyrir að standa með þeirri stefnu, hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hins vegar beitt talnaleikfimi til að fegra stöðuna. Vinstri græn telja hins vegar rétt að auka við samneysluna. Við viljum fara í þá uppbyggingu innviða sem allir voru sammála um fyrir kosningar og við erum óhrædd við að tala fyrir auknum tekjum ríkisins. Við viljum hins vegar beita skattkerfinu sem jöfnunartæki, þannig að þau sem best hafi það leggi meira til samfélagsins. Því miður varð aðhaldskrafa hægri aflanna ofan á, en þó læðist að manni sá grunur að ríkisstjórnin muni ekki þora annað en að fara í uppbyggingu. Það fé mun hins vegar koma frá einkaaðilum, þar sem fjármálaáætlunin setur útgjöldum ríkisins skýran ramma. Og þá munu stjórnarliðar fara í rökleikfimi við að útskýra að það sé nú ekki einkavæðing. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar