Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 18:45 James Comey, fv. forstjóri FBI. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, um að „létta þoku“ rannsóknarinnar á tengslum forsetaframboðs hans við Rússa og krafðist hollustu hans. Þetta kemur fram í framburði Comey fyrir þingnefnd sem hefur verið birtur í heild sinni. Comey kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Það verður í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega eftir að Trump rak hann 9. maí. Trump sagði sjálfur að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa nú birt skriflegan framburð Comey í heild sinni sem hann sendi inn til nefndarinnar í dag. Comey mun meðal annars staðfesta fyrir nefndinni að Trump hafi krafist hollustu hans yfir kvöldverði þeirra í janúar.Sjá einnig:Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum „Nokkrum augnablikum síðar sagði forsetinn: „Ég þarfnast hollustu, ég geri ráð fyrir hollustu.““ Ég hreyfði mig ekki, talaði ekki eða breytti um svip á neinn hátt í vandræðalegu þögninni sem fylgdi. Við horfðum einfaldlega hvor á annan í þögn. Samtalið hélt síðan áfram en hann kom aftur að þessu máli við lok kvöldverðarins,“ mun Comey segja. FBI-maðurinn segist ennfremur hafa svarað Trump að hann gæti boðið honum hreinskilni. Trump hafi þá beðið hann um „hreinskilna hollustu“. Comey sagðist geta veitt honum hana samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar.Vildi vita hvernig væri hægt að „létta þoku“ rannsóknarinnarEnnfremur mun Comey greina frá því að Trump hafi beðið hann um að láta rannsóknina á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump , falla niður. Flynn sagði af sér eftir að hann varð margsaga um samskipti sín við rússneska embættismenn innan við mánuði eftir að hann tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi. Þá mun Comey segja frá því að Trump hafi ítrekað þrýst á hann um að gefa út opinbera yfirlýsingu um að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar vegna tengsla við Rússland. Forsetinn spurði Comey einnig um hvað væri hægt að gera til að „létta þokunni“ yfir Trump vegna rannsóknarinnar í símtali 30. mars samkvæmt frétt New York Times. Samkvæmt því sem kemur fram í skriflega framburðinum mun Comey staðfesta að hann hafi sagt Trump að hann væri ekki persónulega til rannsóknar. Trump þakkaði Comey í uppsagnarbréfinu fyrir að hafa í þrígang fullvissað hann um að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar.Harðneitaði safaríkum sögum frá breskum njósnara Fyrsti fundur Comey og Trump átti sér stað 6. janúar þegar yfirmenn leyniþjónstustofnana upplýstu þáverandi verðandi forsetann um tilvist leyniþjónustuskjala með safaríkum sögum af meintu framferði Trump í Rússlandi. Trump bað Comey um að ræða við hann í einrúmi eftir þann fund. Comey segist hafa byrjað að halda minnisblöð um samskipti sín við Trump eftir þann fund. Bandarískir fjölmiðlar hafa vitnað í þau minnisblöð undanfarnar vikur.Sjá einnig: Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Fundurinn þar sem Trump óskaði hollustu Comey fór fram yfir kvöldverði viku eftir embættistöku Trump. Comey segir að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að Trump væri að reyna að ná einhvers konar taki á sér með fundinum. Yfir kvöldverðinum ræddi Trump einnig um framandlegar ásakanirnar sem komu fram í skjölum bresks njósnara sem þeir Comey höfðu rætt um 6. janúar. Harðneitaði Trump að þær sögur ættu við rök að styðjast.Vildi ræða um Flynn Eftir annan fund með fulltrúum leyniþjónustustofnana í Hvíta húsinu 14. febrúar vildi Trump aftur ræða við Comey undir fjögur augu. Samkvæmt frásögn Comey vildi forsetinn ræða um Michael Flynn. Sagði hann Flynn ekki hafa gert neitt rangt með að eiga samskipti við Rússa. „Hann er góður gaur og hann hefur mátt þola margt,“ á Trump að hafa sagt. „Ég vona að þú sjáir þér fært að láta þetta vera, að láta Flynn í friði. Hann er góður gaur. Ég vona að þú getir látið þetta vera,“ sagði Trump að sögn Comey sem segir bón forsetans hafa valdið sér áhyggjum. Hann hafi túlkað hana sem svo að hann ætti að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Í kjölfar þessa fundar óskaði Comey eftir því við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, að hann sæi til þess að forsetinn hefði ekki framar bein samskipti við forstjóra FBI.Rússarannsóknin eins og þoka yfir forsetaembættinuTrump hringdi í Comey 30. mars en bandarískir fjölmiðlar segja að ekki hafi verið greint frá því símtali áður. Í því segir Comey að Trump hafi lýst rannsókninni á tengslunum við Rússland sem „þoku“ sem væri að gera honum erfiðara fyrir að stjórna landinu. Hann hefði ekki haft neitt að gera með Rússa og hann hefði ekki átt neitt saman að sælda við vændiskonur í Rússlandi.Sjá einnig:Ætlaði sér alltaf að reka Comey Spurði forsetinn Comey hvað væri hægt að gera til að „létta þokunni“. Comey svaraði að rannsóknin færi fram eins hratt og hægt væri. Trump ítrekað hins vegar vandræðin sem hún ylli sér. Vildi forsetinn aftur að Comey tjáði sig opinberlega um að hann væri ekki til rannsóknar sjálfur.Síðasta símtalið Trump endurtók ummæli sín um þoku rannsóknarinnar við Comey í símtali sem átti sér stað 11. apríl. Þar spurði hann ennfremur hvað Comey hefði gert til þess að koma því á framfæri að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Vísaði Comey honum á Sessions dómsmálaráðherra sem Trump sagðist myndu hafa samband við í kjölfarið. „Það var síðasta skiptið sem ég ræddi við Trump forseta,“ ætlar Comey sér að segja. Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, um að „létta þoku“ rannsóknarinnar á tengslum forsetaframboðs hans við Rússa og krafðist hollustu hans. Þetta kemur fram í framburði Comey fyrir þingnefnd sem hefur verið birtur í heild sinni. Comey kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Það verður í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega eftir að Trump rak hann 9. maí. Trump sagði sjálfur að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa nú birt skriflegan framburð Comey í heild sinni sem hann sendi inn til nefndarinnar í dag. Comey mun meðal annars staðfesta fyrir nefndinni að Trump hafi krafist hollustu hans yfir kvöldverði þeirra í janúar.Sjá einnig:Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum „Nokkrum augnablikum síðar sagði forsetinn: „Ég þarfnast hollustu, ég geri ráð fyrir hollustu.““ Ég hreyfði mig ekki, talaði ekki eða breytti um svip á neinn hátt í vandræðalegu þögninni sem fylgdi. Við horfðum einfaldlega hvor á annan í þögn. Samtalið hélt síðan áfram en hann kom aftur að þessu máli við lok kvöldverðarins,“ mun Comey segja. FBI-maðurinn segist ennfremur hafa svarað Trump að hann gæti boðið honum hreinskilni. Trump hafi þá beðið hann um „hreinskilna hollustu“. Comey sagðist geta veitt honum hana samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar.Vildi vita hvernig væri hægt að „létta þoku“ rannsóknarinnarEnnfremur mun Comey greina frá því að Trump hafi beðið hann um að láta rannsóknina á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump , falla niður. Flynn sagði af sér eftir að hann varð margsaga um samskipti sín við rússneska embættismenn innan við mánuði eftir að hann tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi. Þá mun Comey segja frá því að Trump hafi ítrekað þrýst á hann um að gefa út opinbera yfirlýsingu um að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar vegna tengsla við Rússland. Forsetinn spurði Comey einnig um hvað væri hægt að gera til að „létta þokunni“ yfir Trump vegna rannsóknarinnar í símtali 30. mars samkvæmt frétt New York Times. Samkvæmt því sem kemur fram í skriflega framburðinum mun Comey staðfesta að hann hafi sagt Trump að hann væri ekki persónulega til rannsóknar. Trump þakkaði Comey í uppsagnarbréfinu fyrir að hafa í þrígang fullvissað hann um að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar.Harðneitaði safaríkum sögum frá breskum njósnara Fyrsti fundur Comey og Trump átti sér stað 6. janúar þegar yfirmenn leyniþjónstustofnana upplýstu þáverandi verðandi forsetann um tilvist leyniþjónustuskjala með safaríkum sögum af meintu framferði Trump í Rússlandi. Trump bað Comey um að ræða við hann í einrúmi eftir þann fund. Comey segist hafa byrjað að halda minnisblöð um samskipti sín við Trump eftir þann fund. Bandarískir fjölmiðlar hafa vitnað í þau minnisblöð undanfarnar vikur.Sjá einnig: Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Fundurinn þar sem Trump óskaði hollustu Comey fór fram yfir kvöldverði viku eftir embættistöku Trump. Comey segir að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að Trump væri að reyna að ná einhvers konar taki á sér með fundinum. Yfir kvöldverðinum ræddi Trump einnig um framandlegar ásakanirnar sem komu fram í skjölum bresks njósnara sem þeir Comey höfðu rætt um 6. janúar. Harðneitaði Trump að þær sögur ættu við rök að styðjast.Vildi ræða um Flynn Eftir annan fund með fulltrúum leyniþjónustustofnana í Hvíta húsinu 14. febrúar vildi Trump aftur ræða við Comey undir fjögur augu. Samkvæmt frásögn Comey vildi forsetinn ræða um Michael Flynn. Sagði hann Flynn ekki hafa gert neitt rangt með að eiga samskipti við Rússa. „Hann er góður gaur og hann hefur mátt þola margt,“ á Trump að hafa sagt. „Ég vona að þú sjáir þér fært að láta þetta vera, að láta Flynn í friði. Hann er góður gaur. Ég vona að þú getir látið þetta vera,“ sagði Trump að sögn Comey sem segir bón forsetans hafa valdið sér áhyggjum. Hann hafi túlkað hana sem svo að hann ætti að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Í kjölfar þessa fundar óskaði Comey eftir því við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, að hann sæi til þess að forsetinn hefði ekki framar bein samskipti við forstjóra FBI.Rússarannsóknin eins og þoka yfir forsetaembættinuTrump hringdi í Comey 30. mars en bandarískir fjölmiðlar segja að ekki hafi verið greint frá því símtali áður. Í því segir Comey að Trump hafi lýst rannsókninni á tengslunum við Rússland sem „þoku“ sem væri að gera honum erfiðara fyrir að stjórna landinu. Hann hefði ekki haft neitt að gera með Rússa og hann hefði ekki átt neitt saman að sælda við vændiskonur í Rússlandi.Sjá einnig:Ætlaði sér alltaf að reka Comey Spurði forsetinn Comey hvað væri hægt að gera til að „létta þokunni“. Comey svaraði að rannsóknin færi fram eins hratt og hægt væri. Trump ítrekað hins vegar vandræðin sem hún ylli sér. Vildi forsetinn aftur að Comey tjáði sig opinberlega um að hann væri ekki til rannsóknar sjálfur.Síðasta símtalið Trump endurtók ummæli sín um þoku rannsóknarinnar við Comey í símtali sem átti sér stað 11. apríl. Þar spurði hann ennfremur hvað Comey hefði gert til þess að koma því á framfæri að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Vísaði Comey honum á Sessions dómsmálaráðherra sem Trump sagðist myndu hafa samband við í kjölfarið. „Það var síðasta skiptið sem ég ræddi við Trump forseta,“ ætlar Comey sér að segja.
Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira