Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 23:15 Þrátt fyrir allt telur Donald Trump að framburður Comey réttlæti sig. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump. Donald Trump Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.
Donald Trump Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira