Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2017 20:00 James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz. Donald Trump Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Lögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna segir forsetann aldrei hafa farið fram á að fyrrverandi forstjóri FBI lýsti yfir hollustu við hann og aldrei beðið hann að slaka á rannsók alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. James Comey sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr embætti forstjóra Alríkislögreglunnar FBI, sagði í vitnisburði fyrir nefnd öldungadeildarinnar Bandaríkjaþings í gær að forsetinn hefði ítrekað óskað eftir því að hann sverði hollustu við sig. Forsetinn hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir vitnisburðinn en Marc Kasowitz persónulegur lögmaður hans kom honum til varnar. „Forsetinn sagði aldrei við Comey ég þarf hollustu, ég reikna með hollustu. Hann sagði þar hvorki að forminu til né innihaldslega,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu eftir vitnisburð Comey. Hér heldur lögmaður forsetans því beinlínis fram að Comey hafi logið til um orðasamskipti hans og forsetans. Alvarlegasti hluti vitnisburðar Comeys var frásögn hans af því þegar hann segir Trump hafa beðið hann að "Let Flynn go." Eða að slaka á rannsókn FBI á samskiptum Michael Flynn sem Trump hafði þá daginn áður rekið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að hann var staðinn af því að ljúga til um þessi samskipti. Ef rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings komast að því að þarna hafi forsetinn verið að reyna að hindra framgang réttvísinnar, gæti honum verið stefnt af þinginu. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telur Trump hafa brotið af sér. „Ég tel að hann hafi misnotað vald. Ég tel engan vafa leika á að hann misnotaði vald sitt. Hvort hann hindraði réttvísina munu staðreyndir málsins leiða í ljós og það eru einmitt staðreyndir sem við viljum fá fram. Ég vona að samþingmenn mínir í Republikanaflokknum hætti að standa í vegi þess að við fáum staðreyndir málsins upp á borðið,“ sagði Pelosi í dag. Lögmaður forsetans er hins vegar á öðru máli, þótt hann hafi aldrei verið viðstaddur fundi Comey með Trump. „Forsetinn beindi því aldrei á nokkurn hátt til Comey né lagði það til við hann að hann hætti að rannsaka nokkurn mann. Þar með talið að hann hafi lagt til að Comey sleppti Flynn (let Flynn go),“ segir Kasowitz. Enn og aftur segir lögmaðurinn Comey fara með rangt mál um tveggja manna tal hans og forsetans. Trump stóðst freistinguna að tísta á meðan Comey bar vitni fyrir öldungadeildinni en tísti hins vegar í morgun: Þrátt fyrir svo margar falskar yfirlýsingar og lygar; alger hreinsun. og WOW Comey lak upplýsingum. Þarna vísar forsetinn til þess að Comey viðurkenndi fyrir öldungadeildinni í gær að hafa komið minnisblaði sínu um fund hans með forsetanum til vinar síns til að hann kæmi minnisblaðinu síðan til fjölmiðla. Þetta sagðist Comey hafa gert eftir að forsetinn gaf til kynna að til væri hljóðupptaka af fundi þeirra. Og nú boðar lögmaður forsetans mögulega rannsókn á Comey. „Við látum það viðeigandi yfirvöldum eftir að ákveða hvort þessi leki verði rannsakaður ásamt leka á mörgum öðrum upplýsingum sem sæta rannsókn,“ segir Marc Kasowitz.
Donald Trump Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira