
Lars, það er engin teljandi verðbólga í gangi en þúsundir starfa í hættu
Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið.
Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi.
Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun!
Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.
70 ára kenning
Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni.
Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka.
Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð.
Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga.
Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári.
Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína?
Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar