Sigur stjórnarandstöðunnar: „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn“ Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Stjórnarandstaðan segir mál ríkisstjórnarinnar hafa komið seint og illa fram. vísir/ernir Afar fátt sem ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar kemst í gegnum Alþingi. Þingi verður frestað á morgun, miðvikudag, en það er helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í gegnum þingið og einhver ágreiningur ríkir um. Um önnur mál á borð við áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og verða þau látin bíða betri tíma. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar, sem mikill ágreiningur ríkir um, verður sömuleiðis settur á ís. Veikur eins manns meirihluti stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin geti keyrt mál í gegnum þingið eins og löngum hefur tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn þurft að setjast niður og stjórnarflokkarnir þurft að sætta sig við verulegar málamiðlunartillögur stjórnarandstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um jafnlaunavottun eftir að frumvarpið tók einhverjum breytingum svo það flýgur í gegnum þingið. „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Framsóknar. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá mun áfengisfrumvarpið ekki komast í gegn. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt neina áherslu á það í samningaviðræðum við stjórnarandstöðu. „Það fór út af borðinu strax. Það var útséð um að þar væri einhver sátt,“ segir Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir forseta Alþingis hafa lagt mikla áherslu á að klára þing á réttum tíma í stað þess að bæta við þingfundardögum. „Þá er skammur tími til stefnu. Það eru mörg stór mál sem bíða og um það voru formenn allra flokka sammála á laugardag.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórn og stjórnarandstöðu vera að læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir hafi ekki getað keyrt hluti áfram með sama hætti og áður. „Það er annaðhvort meirihluti fyrir málum eða ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir í sjálfu sér ekki hvort það er eins manns meirihluti eða ekki, en auðvitað er skynsemi fólgin í því að leita samkomulags um það sem mögulegt er. En þar sem er ágreiningur verður bara afl atkvæða að skera úr.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Afar fátt sem ágreiningur ríkir um á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar kemst í gegnum Alþingi. Þingi verður frestað á morgun, miðvikudag, en það er helst ríkisfjármálaáætlun sem fer í gegnum þingið og einhver ágreiningur ríkir um. Um önnur mál á borð við áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, ríkir ágreiningur og verða þau látin bíða betri tíma. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar, sem mikill ágreiningur ríkir um, verður sömuleiðis settur á ís. Veikur eins manns meirihluti stjórnarflokkanna kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin geti keyrt mál í gegnum þingið eins og löngum hefur tíðkast. Í stað þess hafa þingmenn þurft að setjast niður og stjórnarflokkarnir þurft að sætta sig við verulegar málamiðlunartillögur stjórnarandstöðu.Ekki ríkir ágreiningur um jafnlaunavottun eftir að frumvarpið tók einhverjum breytingum svo það flýgur í gegnum þingið. „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn. Þau geta það ekki,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, starfandi þingflokksformaður Framsóknar. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá mun áfengisfrumvarpið ekki komast í gegn. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnarflokkarnir hafi ekki lagt neina áherslu á það í samningaviðræðum við stjórnarandstöðu. „Það fór út af borðinu strax. Það var útséð um að þar væri einhver sátt,“ segir Silja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir forseta Alþingis hafa lagt mikla áherslu á að klára þing á réttum tíma í stað þess að bæta við þingfundardögum. „Þá er skammur tími til stefnu. Það eru mörg stór mál sem bíða og um það voru formenn allra flokka sammála á laugardag.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórn og stjórnarandstöðu vera að læra hvor á aðra. Stjórnarflokkarnir hafi ekki getað keyrt hluti áfram með sama hætti og áður. „Það er annaðhvort meirihluti fyrir málum eða ekki. Ef það er meirihluti, þá breytir í sjálfu sér ekki hvort það er eins manns meirihluti eða ekki, en auðvitað er skynsemi fólgin í því að leita samkomulags um það sem mögulegt er. En þar sem er ágreiningur verður bara afl atkvæða að skera úr.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. 16. maí 2017 06:00