Benedikt: Fyrstur til að viðurkenna hnökra á fjármálaáætluninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 13:40 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira