Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2017 14:28 Mótmælt hefur verið fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/Getty Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust.CNN greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að upplýsingarnar sem rætt hafi verið um hafi verið af fjárhagslegum toga. Rætt hafi verið um hvort að upplýsingarnar hafi gert það að verkum að Rússar væru í aðstöðu til þess að hafa áhrif á innsta hring Trump. Heimildarmenn CNN segja þó mögulegt að upplýsingarnar sem komu fram í samtalinu sem hlerað var hafi verið ýktar, eða jafnvel tilbúnar, sem hluti af upplýsingarfölsunaherferð Rússa í aðdraganda kosninganna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því Rússar gætu búið yfir vafasömum upplýsingum um Trump. Snemma á árinu bárust fréttir að því að Rússar byggu yfir myndbandi af Donald Trump þar sem hann var sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. Trump, sem og Vladimir Putin, forseti Rússland hafa þvertekið fyrir að slíkt myndband sé til. Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Skipaður hefur verið sérstakur saksóknari af hálfu dómsmálaráðuneytisins til þess að fara með rannsókn af meintum afskiptum Rússa en meðal þeirra sem eru til rannsóknar er Michael Flynn, sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump áður en hann sagði af sér, eftir að upp komst að hann laug til um samskipti sín við rússneska embættismenn. Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Mike Dubke entist þrjá mánuði í starfinu. 30. maí 2017 11:56 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust.CNN greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að upplýsingarnar sem rætt hafi verið um hafi verið af fjárhagslegum toga. Rætt hafi verið um hvort að upplýsingarnar hafi gert það að verkum að Rússar væru í aðstöðu til þess að hafa áhrif á innsta hring Trump. Heimildarmenn CNN segja þó mögulegt að upplýsingarnar sem komu fram í samtalinu sem hlerað var hafi verið ýktar, eða jafnvel tilbúnar, sem hluti af upplýsingarfölsunaherferð Rússa í aðdraganda kosninganna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því Rússar gætu búið yfir vafasömum upplýsingum um Trump. Snemma á árinu bárust fréttir að því að Rússar byggu yfir myndbandi af Donald Trump þar sem hann var sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. Trump, sem og Vladimir Putin, forseti Rússland hafa þvertekið fyrir að slíkt myndband sé til. Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Skipaður hefur verið sérstakur saksóknari af hálfu dómsmálaráðuneytisins til þess að fara með rannsókn af meintum afskiptum Rússa en meðal þeirra sem eru til rannsóknar er Michael Flynn, sem starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump áður en hann sagði af sér, eftir að upp komst að hann laug til um samskipti sín við rússneska embættismenn.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Mike Dubke entist þrjá mánuði í starfinu. 30. maí 2017 11:56 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38
Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03
Yfirmaður samskipta hjá Hvíta húsinu segir upp Mike Dubke entist þrjá mánuði í starfinu. 30. maí 2017 11:56