Halldór stefnir ótrauður á oddvitasætið Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. maí 2017 13:12 Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“ Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira