Halldór stefnir ótrauður á oddvitasætið Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. maí 2017 13:12 Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira