Hlustið, skiljið, styðjið Ellert B. Schram skrifar 23. maí 2017 07:00 Ég horfði á sjónvarpið, núna um daginn, þegar 68 ára kennari í framhaldsskóla í Reykjavík sagði hreint vafningalaust að hann vildi halda áfram að kenna, svo lengi sem hann sjálfur taldi sig hæfan til kennslu. Aldur á ekki að skipta máli. Sem er auðvitað kjarni málsins. Hvers vegna þarf að ýta fólki á sjötugs- eða áttræðisaldri út af vinnumarkaðnum, bara út af því einu, að það fólk hafi náð tilsettum aldri? Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.Eiga ekki fyrir sjálfum sér Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin. Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn. Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara. Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.Afgangsstærð í þjóðfélaginu Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein. Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki. Hlustið, skiljið, styðjið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á sjónvarpið, núna um daginn, þegar 68 ára kennari í framhaldsskóla í Reykjavík sagði hreint vafningalaust að hann vildi halda áfram að kenna, svo lengi sem hann sjálfur taldi sig hæfan til kennslu. Aldur á ekki að skipta máli. Sem er auðvitað kjarni málsins. Hvers vegna þarf að ýta fólki á sjötugs- eða áttræðisaldri út af vinnumarkaðnum, bara út af því einu, að það fólk hafi náð tilsettum aldri? Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.Eiga ekki fyrir sjálfum sér Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin. Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn. Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara. Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.Afgangsstærð í þjóðfélaginu Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein. Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki. Hlustið, skiljið, styðjið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun