Krónan flýtur í svikalogni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 06:00 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
„Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30
Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45