Krónan flýtur í svikalogni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 06:00 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30
Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent