Allir hagnast Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun