Áhætta fylgir því að nota Facebook frítt Tinni Sveinsson skrifar 23. maí 2017 18:00 Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir. William Iven „Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Tækni Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
„Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Tækni Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira