Ætlum að vera í sveiflu sumarsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 09:45 Hundrað og tíu manns syngja í Hamrahlíðarkórunum og Þorgerður stjórnar eins og henni einni er lagið. Mynd/Kent Lárus Björnsson Löng hefð er komin á það hér í Hamrahlíðinni að halda hressandi og gleðjandi dag þegar við erum að sleppa takinu á skólanum og hlaupa út eins og kálfar á vori. Við köllum hann Vorvítamín,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkóranna tveggja. Kórarnir ætla að fagna komu sumars og þýðvinda með tvennum tónleikum og annarri skemmtan í hátíðarsal skólans á morgun, uppstigningardag. Ókeypis er inn en á milli tónleikanna og eftir þá verða seldar kaffiveitingar, ágóði af sölu þeirra rennur í ferðasjóð kóranna. „Það er alltaf mikill gleðigjafi að vinna með ungu fólki þó það sé ekki alltaf einfalt. Þarna verða syngjandi um 110 manns. Þetta verður rosa gaman,“ segir Þorgerður og tekur fram að allir séu velkomnir. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 14 og þeir seinni um klukkan 16. Þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra og meðal annars verða flutt nokkur sumar- og ættjarðarlög sem allir ættu að geta sungið með kórunum. „Tónleikarnir standa í um klukkutíma, hvorir fyrir sig og efnisskrá þeirra er ólík,“ segir Þorgerður. „Á þeim fyrri er alíslensk dagskrá. Þar er verið að flytja verk eftir Hróðmar Inga, Hafliða Hallgrímsson, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson og svo ætlum við að frumflytja verk eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Einars Braga. Á seinni tónleikunum verður blanda af íslenskum og erlendum verkum. Þar erum við með málmblásarahóp sem spilar með okkur í verki sem ég veit ekki til að hafi verið flutt á Íslandi, Viva la musica – eða Lifi tónlistin og þetta eru hljóðfæraleikarar úr kórnum. Við flytjum Davíðssálm á hebresku og líka klassískar perlur eins og Ave Verum Corpus eftir Mozart með strengjaleikurum, líka úr kórnum. Svo eru íslensk verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni og Jón Nordal og þar er líka stórt verk eftir Hjálmar. Þar frumflytjum við líka verkið Mater dolorosa eftir Gunnar Andreas Kristinsson við ljóð Þorsteins Valdimarssonar.“ Auk tónleikanna verða ýmis skemmtiatriði á dagskránni. Gestum verður meðal annars boðið í dans við fjörugan leik salsabands Hamrahlíðarkóranna. „Við ætlum að vera í sveiflu sumarsins. Það eru krakkar úr hópnum sem spila salsa og önnur dansa og draga vonandi einhverja gesti fram á gólfið,“ segir Þorgerður glaðlega. „Einnig verður bangsa- og dúkkuspítali opinn, Gettu betur-stofa og vísinda- og tilraunastofa svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Ekki má gleyma sumarmarkaðinum. Þar er til dæmis hægt að kaupa óvissufræ sem búið er að planta í potta. Fólk verður bara að bíða fram eftir sumri eftir að vita hvort upp af því kemur paprikuplanta, gulrót eða blóm. Það er mikið ímyndunarafl í gangi hér. Ég vona að okkur takist að kalla á sólina og hún verði með okkur sem lengst.“ Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Löng hefð er komin á það hér í Hamrahlíðinni að halda hressandi og gleðjandi dag þegar við erum að sleppa takinu á skólanum og hlaupa út eins og kálfar á vori. Við köllum hann Vorvítamín,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkóranna tveggja. Kórarnir ætla að fagna komu sumars og þýðvinda með tvennum tónleikum og annarri skemmtan í hátíðarsal skólans á morgun, uppstigningardag. Ókeypis er inn en á milli tónleikanna og eftir þá verða seldar kaffiveitingar, ágóði af sölu þeirra rennur í ferðasjóð kóranna. „Það er alltaf mikill gleðigjafi að vinna með ungu fólki þó það sé ekki alltaf einfalt. Þarna verða syngjandi um 110 manns. Þetta verður rosa gaman,“ segir Þorgerður og tekur fram að allir séu velkomnir. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 14 og þeir seinni um klukkan 16. Þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra og meðal annars verða flutt nokkur sumar- og ættjarðarlög sem allir ættu að geta sungið með kórunum. „Tónleikarnir standa í um klukkutíma, hvorir fyrir sig og efnisskrá þeirra er ólík,“ segir Þorgerður. „Á þeim fyrri er alíslensk dagskrá. Þar er verið að flytja verk eftir Hróðmar Inga, Hafliða Hallgrímsson, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson og svo ætlum við að frumflytja verk eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Einars Braga. Á seinni tónleikunum verður blanda af íslenskum og erlendum verkum. Þar erum við með málmblásarahóp sem spilar með okkur í verki sem ég veit ekki til að hafi verið flutt á Íslandi, Viva la musica – eða Lifi tónlistin og þetta eru hljóðfæraleikarar úr kórnum. Við flytjum Davíðssálm á hebresku og líka klassískar perlur eins og Ave Verum Corpus eftir Mozart með strengjaleikurum, líka úr kórnum. Svo eru íslensk verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni og Jón Nordal og þar er líka stórt verk eftir Hjálmar. Þar frumflytjum við líka verkið Mater dolorosa eftir Gunnar Andreas Kristinsson við ljóð Þorsteins Valdimarssonar.“ Auk tónleikanna verða ýmis skemmtiatriði á dagskránni. Gestum verður meðal annars boðið í dans við fjörugan leik salsabands Hamrahlíðarkóranna. „Við ætlum að vera í sveiflu sumarsins. Það eru krakkar úr hópnum sem spila salsa og önnur dansa og draga vonandi einhverja gesti fram á gólfið,“ segir Þorgerður glaðlega. „Einnig verður bangsa- og dúkkuspítali opinn, Gettu betur-stofa og vísinda- og tilraunastofa svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Ekki má gleyma sumarmarkaðinum. Þar er til dæmis hægt að kaupa óvissufræ sem búið er að planta í potta. Fólk verður bara að bíða fram eftir sumri eftir að vita hvort upp af því kemur paprikuplanta, gulrót eða blóm. Það er mikið ímyndunarafl í gangi hér. Ég vona að okkur takist að kalla á sólina og hún verði með okkur sem lengst.“
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira