Innlent

Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Almennar stjórnmálaumræður verða á Alþingi í kvöld.
Almennar stjórnmálaumræður verða á Alþingi í kvöld. vísir/ernir
Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir.

Hver þingflokkur hefur 10 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri og 5 mínútur í þriðju og síðustu umferðinni.

Röð flokkanna verður í öllum umferðum þessi: Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Samfylkingin, Björt framtíð.

Ræðumenn flokkanna verða eftirfarandi:

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 2. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 2. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri en í þriðju umferð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 6. þm. Norðausturkjördæmis.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra, í fyrstu umferð, Hildur Sverrisdóttir, 8. þm Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð en í þriðju umferð Brynjar Níelsson, 1. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.

Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, Gunnar Ingiberg Guðmundsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri en í þriðju umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 10. þm. Suðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Sigurður Ingi Jóhannsson, 2. þm. Suðurkjördæmis, Þórunn Egilsdóttir, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri og Elsa Lára Arnardóttir, 6. þm. Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn Viðreisnar eru í fyrstu umferð Benedikt Jóhannesson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Pawel Bartoszek, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, 13. þm. Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Samfylkinguna tala Logi Einarsson, 9. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Guðjón S. Brjánsson, 8. þm. Norðvesturkjördæmis, og í þeirri þriðju Logi Einarsson, 9. þm. Norðausturkjördæmis.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, í annarri Theodóra S. Þorsteinsdóttir, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, en í þriðju umferð Nichole Leigh Mosty, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.



Fylgjast má með beinni útsendingu frá Alþingi í spilaranum hér fyrir neðan. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×