Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 21:16 Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, í pontu í kvöld. Vísir/stefán Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. „Sé gengið til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, þarf að hafa afl til að standa í lappirnar. Slíkt afl hefur mér sýnst að viðhengin tvö, Björt framtíð og Viðreisn, hafi ekki. Viðreisn er útibú frá Sjálfstæðisflokknum, Björt framtíð virðist svo vera orðin útibú frá Viðreisn. Og í ellefu manna ríkisstjórn sitja sex Sjálfstæðismenn- sem sagt meirihluti. Og fyrir ekki svo löngu síðan voru 9 af þeim sem eru ráðherrar nú – í Sjálfstæðisflokknum.“Krónan og einkavæðing ríkisstjórnarinnar Sigurður hyggur framtíð íslensks efnahags samofna íslensku krónunni en hann gagnrýndi stefnu fjármálaráðherra í gjaldeyrismálum, sem Sigurði þótti of hliðholl evrunni. „Þótt ekki sé langt liðið á kjörtímabilið virðist ljóst að hver stefnir í sína átt og það leiðir hugann að gjaldmiðlamálum. Eða öllu heldur, því stefnuleysi sem virðist ríkja. Krónan er framtíðargjaldmiðill Íslands segir forsætisráðherra, fjármálaráðherrann talar niður krónuna hvenær sem færi gefst. Það er merkilegt að upplifa það, að fjármálaráðherra skuli vera svo taktlaus að tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar – á erlendum sem innlendum vettvangi. Það má vera að ófyndin framsetning hans í ástarjátningu til evrunnar, sé fyndin í þröngum hópi Viðreisnar, en ég hygg þó að fleiri séu undrandi á þessari framkomu. Og frú forseti, það er eitthvað bogið við það, í fullri alvöru, að fjármálaráðherra skuli reyna eftir fremsta megni að koma hér á myntráði, sem líklega á að ljúka með upptöku evru.“ Sigurður sagði ríkisstjórnina einnig vilja hraða einkavæðingu í mennta-, heilbrigðis- og samgöngumálum. „Helst er að skilja að ríkisstjórnin vilji hraða einkavæðingu í þessum geirum. Hennar áætlun virðist vera; látum fólkið bara greiða meira fyrir þjónustuna fyrst það þarf endilega á henni að halda.“ Hann sagði aðra leið í þessum efnum, „leið skynseminnar“, vera blandað hagkerfi, þar sem lögð yrði meðal annars áhersla á gjaldtöku í ferðaþjónustu, stofnun stöðugleikasjóðs og fjárfestingu „í innviðum víða um land, þar sem engin þensla er, án þess að blása í þenslubóluna.“ „Það er til önnur leið en ríkisstjórnin er að fara – það er leið skynseminnar. Þá leið viljum við Framsóknarmenn fara.“ Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. „Sé gengið til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, þarf að hafa afl til að standa í lappirnar. Slíkt afl hefur mér sýnst að viðhengin tvö, Björt framtíð og Viðreisn, hafi ekki. Viðreisn er útibú frá Sjálfstæðisflokknum, Björt framtíð virðist svo vera orðin útibú frá Viðreisn. Og í ellefu manna ríkisstjórn sitja sex Sjálfstæðismenn- sem sagt meirihluti. Og fyrir ekki svo löngu síðan voru 9 af þeim sem eru ráðherrar nú – í Sjálfstæðisflokknum.“Krónan og einkavæðing ríkisstjórnarinnar Sigurður hyggur framtíð íslensks efnahags samofna íslensku krónunni en hann gagnrýndi stefnu fjármálaráðherra í gjaldeyrismálum, sem Sigurði þótti of hliðholl evrunni. „Þótt ekki sé langt liðið á kjörtímabilið virðist ljóst að hver stefnir í sína átt og það leiðir hugann að gjaldmiðlamálum. Eða öllu heldur, því stefnuleysi sem virðist ríkja. Krónan er framtíðargjaldmiðill Íslands segir forsætisráðherra, fjármálaráðherrann talar niður krónuna hvenær sem færi gefst. Það er merkilegt að upplifa það, að fjármálaráðherra skuli vera svo taktlaus að tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar – á erlendum sem innlendum vettvangi. Það má vera að ófyndin framsetning hans í ástarjátningu til evrunnar, sé fyndin í þröngum hópi Viðreisnar, en ég hygg þó að fleiri séu undrandi á þessari framkomu. Og frú forseti, það er eitthvað bogið við það, í fullri alvöru, að fjármálaráðherra skuli reyna eftir fremsta megni að koma hér á myntráði, sem líklega á að ljúka með upptöku evru.“ Sigurður sagði ríkisstjórnina einnig vilja hraða einkavæðingu í mennta-, heilbrigðis- og samgöngumálum. „Helst er að skilja að ríkisstjórnin vilji hraða einkavæðingu í þessum geirum. Hennar áætlun virðist vera; látum fólkið bara greiða meira fyrir þjónustuna fyrst það þarf endilega á henni að halda.“ Hann sagði aðra leið í þessum efnum, „leið skynseminnar“, vera blandað hagkerfi, þar sem lögð yrði meðal annars áhersla á gjaldtöku í ferðaþjónustu, stofnun stöðugleikasjóðs og fjárfestingu „í innviðum víða um land, þar sem engin þensla er, án þess að blása í þenslubóluna.“ „Það er til önnur leið en ríkisstjórnin er að fara – það er leið skynseminnar. Þá leið viljum við Framsóknarmenn fara.“
Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58