Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2017 08:48 James Comey. Vísir/AFP Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára. Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára.
Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02