Einkamál Tækniskólans Guðríður Arnardóttir skrifar 10. maí 2017 10:45 Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar