Íslandsbanki skiptir um auglýsingastofu í miðri herferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:15 Flennistór auglýsing er framan á gamla Íslandsbankahúsinu að Kirkjusandi. vísir/gva Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13
Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00
Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00