Gunnar mætir Argentínumanni í Glasgow í júlí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Gunnar fær aðalbardaga í Glasgow og á von á miklum stuðningi. vísir/getty Það leit lengi vel ekki út fyrir að Gunnar Nelson myndi fá bardaga í sumar eins og hann hafði stefnt að. Flestir fyrir ofan hann á styrkleikalistanum eru komnir með bardaga eða eru meiddir. Eftir sannfærandi sigur á Bandaríkjamanninum Alan Jouban um miðjan mars vildi Gunnar fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu. Það er ekki mögulegt í sumar. Hann vildi samt ólmur fá bardaga og hefur nú fengið bardaga gegn hinum sterka og spennandi Argentínumanni Santiago Ponzinibbio. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins. „Ég veit nú voðalega lítið um hann. Ég kann ekki einu sinni að bera fram nafnið hans enn sem komið er en það mun koma,“ segir Gunnar léttur um væntanlegan andstæðing. Þessi Argentínumaður er þrítugur og er mjög reyndur. Hann er búinn að berjast 27 sinnum og vinna 24 þeirra bardaga. Er því aðeins með þrjú töp. Þrettán sigrar komu eftir rothögg, sex með uppgjafartaki og aðeins fimm bardagar hafa endað á dómaraúrskurði. Síðan Ponzinibbio kom inn í UFC hefur hann unnið sex bardaga og tapað tvisvar. Hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og er kominn i þrettánda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Gunnar er þar í níunda sæti. „Það er mjög ánægjulegt að fá annað tækifæri til þess að vera í aðalbardaga á Bretlandseyjum. Það var mjög svekkjandi þegar ég þurfti að draga mig út úr bardaganum í Belfast í nóvember vegna meiðsla. Gaman að vera þarna því það er auðvelt fyrir fólk að hoppa yfir. Ég geri ráð fyrir hrikalegri stemningu í höllinni. Það kemur pottþétt fólk frá Írlandi, Englandi og auðvitað frá Íslandi,“ segir Gunnar en það leyndi sér ekki að hann var mjög hamingjusamur að hafa fengið bardaga í sumar. Eftir að hafa ekki keppt mikið síðustu ár vildi hann fá þrjá til fjóra bardaga í ár. Okkar maður viðurkennir að hann hafi nánast verið orðinn úrkula vonar um að fá bardaga í sumarGunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í mars.vísir/gettyVildi ólmur berjast í sumar „Þetta leit ekki vel út á tímabili. Það var enginn á lausu á topp tíu. Þetta var því næsti gæi og hann lítur mjög vel út. Ég vildi ólmur fá bardaga í sumar og svo ná þriðja bardaganum í lok árs. Það var planið hjá mér. Þetta er því bara hið besta mál.“ Þó að Gunnar væri ekki kominn með bardaga þá hefur hann ekkert gefið eftir á æfingum. Hann æfir allt árið og tekur aldrei langa pásu frá æfingasalnum. „Maður æfir aðeins minna þegar bardagi er ekki klár en keyrir svo upp hraðann þegar það er kominn bardagi. Ég er alltaf að æfa. Ég er aldrei í því að gera ekki neitt. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldu og vinum og leika mér á sleðanum mínum áður en snjórinn fer,“ segir Gunnar en næsta mál á dagskrá hjá honum er að setja upp æfingaáætlun. Hann reiknar með því að vera einhverjar vikur á Írlandi líkt og oftast en þar er þjálfari hans, John Kavanagh. Þó að Gunnar hafi ekki fengið andstæðing í topp tíu þá segir hann enga ástæðu til þess að pirra sig á því. Í umræðunni var að hann myndi berjast við Stephen Thompson en hann er meiddur. Gunnar er þó með þann bardaga í huga. „Ég hugsa að það gæti orðið næsti bardagi eftir þennan,“ segir Gunnar en Thompson mun ekki berjast fyrr en í fyrsta lagi í október eins og staðan er núna. Með því að keppa við menn fyrir neðan sig er Gunnar eðlilega að taka áhættu. Sigur gefur honum ekki eins mikið og andstæðingnum. Að sama skapi ef hann tapar þá kastast hann lengra aftur fyrir í goggunarröðinni. „Það er hluti af sportinu að taka áhættu. Ég sýndi með síðasta bardaga að ég er til í að taka áhættu og ég set það ekkert fyrir mig. Ég set pressu á aðra með þessu að gera slíkt hið sama.“ MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
Það leit lengi vel ekki út fyrir að Gunnar Nelson myndi fá bardaga í sumar eins og hann hafði stefnt að. Flestir fyrir ofan hann á styrkleikalistanum eru komnir með bardaga eða eru meiddir. Eftir sannfærandi sigur á Bandaríkjamanninum Alan Jouban um miðjan mars vildi Gunnar fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu. Það er ekki mögulegt í sumar. Hann vildi samt ólmur fá bardaga og hefur nú fengið bardaga gegn hinum sterka og spennandi Argentínumanni Santiago Ponzinibbio. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins. „Ég veit nú voðalega lítið um hann. Ég kann ekki einu sinni að bera fram nafnið hans enn sem komið er en það mun koma,“ segir Gunnar léttur um væntanlegan andstæðing. Þessi Argentínumaður er þrítugur og er mjög reyndur. Hann er búinn að berjast 27 sinnum og vinna 24 þeirra bardaga. Er því aðeins með þrjú töp. Þrettán sigrar komu eftir rothögg, sex með uppgjafartaki og aðeins fimm bardagar hafa endað á dómaraúrskurði. Síðan Ponzinibbio kom inn í UFC hefur hann unnið sex bardaga og tapað tvisvar. Hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og er kominn i þrettánda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Gunnar er þar í níunda sæti. „Það er mjög ánægjulegt að fá annað tækifæri til þess að vera í aðalbardaga á Bretlandseyjum. Það var mjög svekkjandi þegar ég þurfti að draga mig út úr bardaganum í Belfast í nóvember vegna meiðsla. Gaman að vera þarna því það er auðvelt fyrir fólk að hoppa yfir. Ég geri ráð fyrir hrikalegri stemningu í höllinni. Það kemur pottþétt fólk frá Írlandi, Englandi og auðvitað frá Íslandi,“ segir Gunnar en það leyndi sér ekki að hann var mjög hamingjusamur að hafa fengið bardaga í sumar. Eftir að hafa ekki keppt mikið síðustu ár vildi hann fá þrjá til fjóra bardaga í ár. Okkar maður viðurkennir að hann hafi nánast verið orðinn úrkula vonar um að fá bardaga í sumarGunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í mars.vísir/gettyVildi ólmur berjast í sumar „Þetta leit ekki vel út á tímabili. Það var enginn á lausu á topp tíu. Þetta var því næsti gæi og hann lítur mjög vel út. Ég vildi ólmur fá bardaga í sumar og svo ná þriðja bardaganum í lok árs. Það var planið hjá mér. Þetta er því bara hið besta mál.“ Þó að Gunnar væri ekki kominn með bardaga þá hefur hann ekkert gefið eftir á æfingum. Hann æfir allt árið og tekur aldrei langa pásu frá æfingasalnum. „Maður æfir aðeins minna þegar bardagi er ekki klár en keyrir svo upp hraðann þegar það er kominn bardagi. Ég er alltaf að æfa. Ég er aldrei í því að gera ekki neitt. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldu og vinum og leika mér á sleðanum mínum áður en snjórinn fer,“ segir Gunnar en næsta mál á dagskrá hjá honum er að setja upp æfingaáætlun. Hann reiknar með því að vera einhverjar vikur á Írlandi líkt og oftast en þar er þjálfari hans, John Kavanagh. Þó að Gunnar hafi ekki fengið andstæðing í topp tíu þá segir hann enga ástæðu til þess að pirra sig á því. Í umræðunni var að hann myndi berjast við Stephen Thompson en hann er meiddur. Gunnar er þó með þann bardaga í huga. „Ég hugsa að það gæti orðið næsti bardagi eftir þennan,“ segir Gunnar en Thompson mun ekki berjast fyrr en í fyrsta lagi í október eins og staðan er núna. Með því að keppa við menn fyrir neðan sig er Gunnar eðlilega að taka áhættu. Sigur gefur honum ekki eins mikið og andstæðingnum. Að sama skapi ef hann tapar þá kastast hann lengra aftur fyrir í goggunarröðinni. „Það er hluti af sportinu að taka áhættu. Ég sýndi með síðasta bardaga að ég er til í að taka áhættu og ég set það ekkert fyrir mig. Ég set pressu á aðra með þessu að gera slíkt hið sama.“
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira