Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 19:30 Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Efnahagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Efnahagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira