Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2017 22:55 Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, Donald Trump, forseti, og Sergey Kislyak, sendiherra. Vísir/AFP Starfsmenn Hvíta hússins eru reiðir Rússum fyrir að hafa birt myndir frá lokuðum fundi Donald Trump, forseta, með þeim Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergey Kislyak, sendiherra, í gær. Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar bað Vladimir Putin, forseti Rússlands, um fundinn eftir að hann fundaði með Rex Tilllerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Starfsmönnum Trump var tilkynnt að opinber ljósmyndari ríkisstjórnarinnar í Moskvu yrði með í för og enginn annar. Myndirnar voru hins vegar birtar af Tass fréttaveitunni sem eru í eigu ríkisins. Því áttu starfsmenn Hvíta hússins ekki von á. Fundurinn er talinn vera ákveðinn sigur fyrir Rússland. Það er að utanríkisráðherra landsins hafi farið á fund forseta Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að Bandaríkin setti viðskiptaþvinganir á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í fyrra. Þá hefur fundurinn ekki hjálpað Donald Trump, en gagnrýnendur hans segja hann of náinn rússneskum stjórnvöldum. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samráði við Rússa varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þar að auki hefur vera Sergey Kislyak á fundinum vakið furðu, en hann hefur verið tengdur meintu samráði framboðsins og Rússa. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, var rekinn eftir að hann sagði ósatt um fundi sína við Kislyak. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni eftir að hann sagði einnig ósatt um fundi sína við Kislyak. Á myndunum sem Hvíta húsið birti af fundinum, eftir að Tass gerði það, var Kislyak hvergi sjáanlegur. Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru reiðir Rússum fyrir að hafa birt myndir frá lokuðum fundi Donald Trump, forseta, með þeim Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergey Kislyak, sendiherra, í gær. Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar bað Vladimir Putin, forseti Rússlands, um fundinn eftir að hann fundaði með Rex Tilllerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Starfsmönnum Trump var tilkynnt að opinber ljósmyndari ríkisstjórnarinnar í Moskvu yrði með í för og enginn annar. Myndirnar voru hins vegar birtar af Tass fréttaveitunni sem eru í eigu ríkisins. Því áttu starfsmenn Hvíta hússins ekki von á. Fundurinn er talinn vera ákveðinn sigur fyrir Rússland. Það er að utanríkisráðherra landsins hafi farið á fund forseta Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að Bandaríkin setti viðskiptaþvinganir á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í fyrra. Þá hefur fundurinn ekki hjálpað Donald Trump, en gagnrýnendur hans segja hann of náinn rússneskum stjórnvöldum. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samráði við Rússa varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þar að auki hefur vera Sergey Kislyak á fundinum vakið furðu, en hann hefur verið tengdur meintu samráði framboðsins og Rússa. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, var rekinn eftir að hann sagði ósatt um fundi sína við Kislyak. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni eftir að hann sagði einnig ósatt um fundi sína við Kislyak. Á myndunum sem Hvíta húsið birti af fundinum, eftir að Tass gerði það, var Kislyak hvergi sjáanlegur.
Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila