Í tístinu sagði Trump að Comey ætti að vonast til að engar upptökur séu til af samtölum þeirra áður en hann myndi taka upp á að leka upplýsingum í fjölmiðla. Gefur Trump þar með í skyn að slíkar upptökur, séu þær á annað borð til, myndu vera í mótsögn við málflutning Comey.
Trump rak Comey úr embætti fyrr í vikunni, en bandaríska alríkislögreglan hefur verið að rannsaka hvort að samstarfsmenn Trump hafi átt í samskiptum við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember.
Trump hefur sagt að Comey hafi í þrígang greint honum frá því að Trump væri sjálfur ekki til rannsóknar.
James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017