Trump-tröllin í íslenska skálanum í Feneyjum vekja athygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 16:27 Egill með tröllunum Ugh og Boogar. mynd/kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum er nú þegar farinn að vekja athygli þrátt fyrir að listasýningin opni ekki formlega fyrr en á morgun. Síðustu daga hefur staðið yfir forsýning á tvíæringnum en Egill Sæbjörnsson er listamaðurinn sem ber ábyrgð á íslenska skálanum. Ítarlega er fjallað um Egil og verk hans á tvíæringnum í grein á The Guardian í dag. Þar segir að Egill hafi ákveðið að eftirláta tröllunum Ugh og Boogar að taka yfir íslenska skálann. Tröllin eru skáldlegar verur sem hafa verið hluti af lífi Egils í áratug og eru samkvæmt honum mjög ill í skapinu auk þess sem þau borða fólk. „Það er erfitt. Stundum kem ég til baka í stúdíóið og þá liggja brjóst af dauðu fólki úti um allt,“ segir Egill í samtali við The Guardian. Þegar tröllin heyrðu síðan af því að hann ætti að sjá um íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum urðu þau mjög öfundsjúk og kröfðust þess að hann myndi láta þeim eftir skálann. Skálinn samanstendur af tveimur þriggja hæða mannvirkjum sem hvort um sig mynda höfuð Ugh og Boogar. Gestir geta gengið inn og upp um höfuðin en út úr þeim standa tvö stór nef. Vídjólistaverkum er síðan varpað á þessi mannvirki svo þau lifna við og verða að tröllaandlitum. Þau hreyfa sig, anda og tala um það á sín á milli hvaða ferðamenn í Feneyjum eru girnilegastir til að borða. Í grein Guardian eru tröllin kölluð Trump-tröll þar sem að andlitum þeirra Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Grein Guardian má lesa hér en ítarlega verður rætt við Egil í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira