Kennarar á Akranesi eru óánægðastir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Stjórnendavandi er sagður í Fjölbrautaskólanum. vísir/gva „Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira