Fær Maia loksins titilbardagann? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. maí 2017 12:45 Demian Maia. Vísir/Getty UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri. Bardagakvöldið er eitt það besta á árinu og fara tveir titilbardagar fram á kvöldinu. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins og strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þrátt fyrir titilbardagana er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins í veltivigt. Demian Maia, sem sigraði Gunnar Nelson árið 2015, mætir þá Jorge Masvidal. Maia hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og ætti að margra mati að vera kominn með titilbardaga. Maia er auðvitað einn besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 12 bardaga með uppgjafartaki. UFC hafði lofað Maia titilbardaga eftir sigur hans á Carlos Condit í ágúst en bardagasamtökin skiptu um skoðun og tjáðu Maia að hann þyrfti að taka bardaga gegn Masvidal til að fá titilbardagann. Það er akkúrat það eina sem Maia vill. Hann er ekki að leitast eftir svo kölluðum peningabardögum sem gefa vel í aðra hönd eins og svo margir bardagamenn eru að gera í dag. Það eina sem hann vill er titilbardagi til að sýna að hann sé bestur í veltivigtinni í dag. Hinn 39 ára gamli Maia hefur í raun aldrei verið betri. Í síðustu bardögum sínum hefur hann ekki lent í miklum vandræðum og er tölfræði hans hreint út sagt ótrúleg. Í síðustu fjórum bardögum sínum hefur hann samtals fengið aðeins 13 högg í sig. Hann hefur verið nær ósnertanlegur undanfarið þrátt fyrir að allir viti nákvæmlega hvað hann ætli að gera. Leikáætlun hans er verst geymda leyndarmálið í bransanum. Maia ætlar að pressa strax fram, fara í „single leg“ fellu og klára bardagann í gólfinu. Innan 30 sekúndna reynir Maia að minnsta kosti eina fellu. Þetta vita allir en samt tekst svo fáum að stöðva hann. Maia er lygilega góður í gólfinu og eru fáir sem standast honum snúninginn þar. „Ég hélt ég væri góður að glíma þar til ég glímdi við Maia,“ sagði fyrrum þungavigtarmeistarinn Frank Mir um Maia. Mir er sjálfur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og gífurlega reyndur glímumaður. Andstæður mætastJorge Masvidal í vigtuninni í gær.Vísir/GettyAndstæðingur hans í nótt gæti ekki verið ólíkari Maia. Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að verja sig. Masvidal var í götuslagsmálasenunni með Kimbo Slice áður en hann fór í MMA og hikar ekki við að segja mönnum til syndanna. Ef ekki væri fyrir MMA væri Masvidal sennilega á slæmum stað í lífinu. Þrátt fyrir framkomu sína utan búrsins er Masvidal mjög tæknilegur bardagamaður og hefur hann fáa veikleika. Hann er með góðar hendur og ansi góða felluvörn og mun sannarlega reyna á felluvörnina gegn Maia í nótt. Masvidal verður að halda þessu standandi ef hann ætlar að vinna en það verður þrautinni þyngri. Stuðlarnir gætu varla verið jafnari fyrir þennan bardaga og segir það sína sögu um hve jafn og spennandi þessi bardagi er. Sigurvegarinn ætti að fá næsta titilbardaga í veltivigtinni og er því mikið undir hjá báðum. Maia lætur lítið í sér heyra vanalega en hefur lofað því að senda skýr skilaboð í viðtalinu í búrinu ef hann sigrar. Nær Maia sínum sjöunda sigri í röð eða kemst Masvidal fram fyrir hann í röðina í titilbaráttunni? Það kemur í ljós kl 2 í nótt þegar UFC 211 fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45 Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri. Bardagakvöldið er eitt það besta á árinu og fara tveir titilbardagar fram á kvöldinu. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins og strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þrátt fyrir titilbardagana er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins í veltivigt. Demian Maia, sem sigraði Gunnar Nelson árið 2015, mætir þá Jorge Masvidal. Maia hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og ætti að margra mati að vera kominn með titilbardaga. Maia er auðvitað einn besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 12 bardaga með uppgjafartaki. UFC hafði lofað Maia titilbardaga eftir sigur hans á Carlos Condit í ágúst en bardagasamtökin skiptu um skoðun og tjáðu Maia að hann þyrfti að taka bardaga gegn Masvidal til að fá titilbardagann. Það er akkúrat það eina sem Maia vill. Hann er ekki að leitast eftir svo kölluðum peningabardögum sem gefa vel í aðra hönd eins og svo margir bardagamenn eru að gera í dag. Það eina sem hann vill er titilbardagi til að sýna að hann sé bestur í veltivigtinni í dag. Hinn 39 ára gamli Maia hefur í raun aldrei verið betri. Í síðustu bardögum sínum hefur hann ekki lent í miklum vandræðum og er tölfræði hans hreint út sagt ótrúleg. Í síðustu fjórum bardögum sínum hefur hann samtals fengið aðeins 13 högg í sig. Hann hefur verið nær ósnertanlegur undanfarið þrátt fyrir að allir viti nákvæmlega hvað hann ætli að gera. Leikáætlun hans er verst geymda leyndarmálið í bransanum. Maia ætlar að pressa strax fram, fara í „single leg“ fellu og klára bardagann í gólfinu. Innan 30 sekúndna reynir Maia að minnsta kosti eina fellu. Þetta vita allir en samt tekst svo fáum að stöðva hann. Maia er lygilega góður í gólfinu og eru fáir sem standast honum snúninginn þar. „Ég hélt ég væri góður að glíma þar til ég glímdi við Maia,“ sagði fyrrum þungavigtarmeistarinn Frank Mir um Maia. Mir er sjálfur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og gífurlega reyndur glímumaður. Andstæður mætastJorge Masvidal í vigtuninni í gær.Vísir/GettyAndstæðingur hans í nótt gæti ekki verið ólíkari Maia. Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að verja sig. Masvidal var í götuslagsmálasenunni með Kimbo Slice áður en hann fór í MMA og hikar ekki við að segja mönnum til syndanna. Ef ekki væri fyrir MMA væri Masvidal sennilega á slæmum stað í lífinu. Þrátt fyrir framkomu sína utan búrsins er Masvidal mjög tæknilegur bardagamaður og hefur hann fáa veikleika. Hann er með góðar hendur og ansi góða felluvörn og mun sannarlega reyna á felluvörnina gegn Maia í nótt. Masvidal verður að halda þessu standandi ef hann ætlar að vinna en það verður þrautinni þyngri. Stuðlarnir gætu varla verið jafnari fyrir þennan bardaga og segir það sína sögu um hve jafn og spennandi þessi bardagi er. Sigurvegarinn ætti að fá næsta titilbardaga í veltivigtinni og er því mikið undir hjá báðum. Maia lætur lítið í sér heyra vanalega en hefur lofað því að senda skýr skilaboð í viðtalinu í búrinu ef hann sigrar. Nær Maia sínum sjöunda sigri í röð eða kemst Masvidal fram fyrir hann í röðina í titilbaráttunni? Það kemur í ljós kl 2 í nótt þegar UFC 211 fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45 Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45
Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00